Eimskip ekki á neinu útsöluverði 25. október 2012 04:30 Enginn afsláttur Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. "Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira