Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju 25. október 2012 05:00 Evrur Þegar fjárfestar koma með evrur til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina þá fá þeir rúmlega 20 prósenta afslátt af þeim krónum sem keyptar eru fyrir evrurnar. Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum. Alls hafa fjárfestar komið með 295 milljónir evra, um 59 milljarða króna, inn í landið í gegnum leiðina. Fjárfestingarnar nema 3,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2011. Um 56 prósent upphæðarinnar hafa farið í að kaupa hlutabréf, 30 prósent í skuldabréf, 13 prósent í fasteignir og um eitt prósent í kaup í verðbréfasjóðum. Þegar fjárfestingum er skipt niður á geira kemur í ljós að 18 prósent hennar hafa ratað í iðnað, 14 prósent í hátækniiðnað, tíu prósent í stóriðju og tíu prósent í matvælaiðnað. Samtals hefur um 31 milljarður króna ratað í þessa fjóra geira. Fjárfestingaleiðin, sem á að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta, virkar þannig að ef fjárfestar skuldbinda sig til að koma með helming þeirrar upphæðar í evrum sem þeir vilja flytja inn landið og skipta henni á því gengi sem er boði hjá viðskiptabönkum hverju sinni, og eru tilbúnir til að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár, fá þeir afslátt af hinum helmingi fjárfestingarinnar. Fyrsta útboðið samkvæmt fjárfestingaleiðinni fór fram um miðjan febrúar síðastliðinn en þau hafa alls verið sex talsins. Alls hefur 231 tilboði fjárfesta verið tekið í gegnum þessa leið. Samtals hafa þeir aðilar sem hafa komið með fé inn í landið með þessum hætti fengið rúmlega tuttugu prósenta afslátt af þeim eignum sem þeir hafa keypt fyrir féð. Ef sá afsláttur sem fjárfestingaleiðin felur í sér væri ekki til staðar hefðu þeir fjárfestar sem hafa komið inn í gegnum leiðina fengið um 46,2 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Það er um þrettán milljörðum króna minna en þeir hafa í raun fengið.- þsj Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum. Alls hafa fjárfestar komið með 295 milljónir evra, um 59 milljarða króna, inn í landið í gegnum leiðina. Fjárfestingarnar nema 3,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2011. Um 56 prósent upphæðarinnar hafa farið í að kaupa hlutabréf, 30 prósent í skuldabréf, 13 prósent í fasteignir og um eitt prósent í kaup í verðbréfasjóðum. Þegar fjárfestingum er skipt niður á geira kemur í ljós að 18 prósent hennar hafa ratað í iðnað, 14 prósent í hátækniiðnað, tíu prósent í stóriðju og tíu prósent í matvælaiðnað. Samtals hefur um 31 milljarður króna ratað í þessa fjóra geira. Fjárfestingaleiðin, sem á að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta, virkar þannig að ef fjárfestar skuldbinda sig til að koma með helming þeirrar upphæðar í evrum sem þeir vilja flytja inn landið og skipta henni á því gengi sem er boði hjá viðskiptabönkum hverju sinni, og eru tilbúnir til að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár, fá þeir afslátt af hinum helmingi fjárfestingarinnar. Fyrsta útboðið samkvæmt fjárfestingaleiðinni fór fram um miðjan febrúar síðastliðinn en þau hafa alls verið sex talsins. Alls hefur 231 tilboði fjárfesta verið tekið í gegnum þessa leið. Samtals hafa þeir aðilar sem hafa komið með fé inn í landið með þessum hætti fengið rúmlega tuttugu prósenta afslátt af þeim eignum sem þeir hafa keypt fyrir féð. Ef sá afsláttur sem fjárfestingaleiðin felur í sér væri ekki til staðar hefðu þeir fjárfestar sem hafa komið inn í gegnum leiðina fengið um 46,2 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Það er um þrettán milljörðum króna minna en þeir hafa í raun fengið.- þsj
Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira