Launamisréttið burt – vilji er allt sem þarf 24. október 2012 06:00 Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun