Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör 24. október 2012 07:00 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu. Fréttir Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu.
Fréttir Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira