Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir 20. október 2012 08:00 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðardóttur og Guðna Ólafssonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira