Ekki misskilja spurningarnar Smári McCarthy skrifar 10. október 2012 00:00 Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað!
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun