Leiftursókn frá raunveruleikanum 27. september 2012 06:00 Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna. Greina mátti svipaða örvæntingu í pistli rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu þann 24. september sl. sem fjallaði öðrum þræði um Sjálfstæðisflokkinn undir yfirskriftinni Leiftursókn gegn fylginu. Reyndar fjallaði pistillinn ekki um Sjálfstæðisflokkinn heldur það sem Guðmundur Andri vill að eigi við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er alls ekki það sama. Guðmundur Andri er lipur penni og góður skáldsagnahöfundur. Það var því viðbúið, nú sem endranær, að skrif hans um þetta málefni ættu ekkert skylt við raunveruleikann. Það er ekki nýtt í rökræðukeppni stjórnmálanna að þeir sem verða rökþrota dragi upp falska mynd af andstæðingi sínum og reyni með þeim hætti að höfða til kjósenda með hræðsluáróðri, lygum og dylgjum. Virðing þeirra fyrir kjósendum er oftast jafnmikil og sannleiksgildi slíks málflutnings. Sem betur fer dæmir slíkur málflutningur sig iðulega sjálfur enda slík skrif oftast nær að finna meðal þeirra sem teljast virkir í athugasemdum á hinum ýmsu netmiðlum. Það óvenjulega við pistil Guðmundar Andra var ekki hvernig hann reyndi að ljúga upp á Sjálfstæðiflokkinn ýmsu vondu heldur hvernig hann reyndi að afbaka staðreyndir um tvo stjórnmálaflokka, hvorn í sínu landinu, og skeyta þeim svo saman í einn til þess að hæðast að öllu saman. Að búa til strámann til þess að rífa hann svo í sundur er áhrifamikið áróðursbragð ef vel tekst til. Slíkar barbarabrellur eiga þó meira skylt við umræðuhefð í fjölmiðlum vestanhafs og er jöfnum höndum beitt á repúblikana og demókrata. Sökum smæðar íslensks samfélags þýðir hins vegar sem betur fer lítið að ófrægja náungann með slíkum hætti eða leggjast í lygaherferð gegn einum stjórnmálaflokki. Fólk einfaldlega veit betur og þarf ekki að treysta með öllu á fjölmiðla til að fræðast um hvað er rétt og rangt í þeim efnum. Ljóst er að Guðmundur Andri fylgir ekki Sjálfstæðisflokknum að málum. Að sama skapi er líka ljóst að skrif hans um ímyndaðan flokk, sem hann kallar Sjálfstæðisflokk, hafa enga raunverulega þýðingu í þjóðmálaumræðunni.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun