Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna 27. september 2012 06:00 Forstjóri Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er einn stærsti eigandi hennar líka.fréttablaðið/pjetur Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta. Samkvæmt árshlutauppgjöri Arion banka voru greiddar 375 milljónir króna fyrir fimmtungshlutinn. Miðað við það verð er markaðsvirði Ölgerðarinnar um 1,9 milljarðar króna. Um tvö ár eru síðan Ölgerðin gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Í henni voru skuldir meðal annars lækkaðar úr 9,5 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna. Lækkunin var tilkomin annars vegar vegna inngreiðslu nýs hlutafjár og skuldbreytingar Arion banka í hlutafé sem tryggði honum 20 prósenta eignarhlut. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til bankans um kaupin segir að fyrrum eigendur hafi átt kauprétt á hlutnum. „Arion banki ætlaði sér ekki að eiga þennan hlut til lengri tíma enda ekki hluti af kjarnastarfsemi bankans að eiga hluti í félagi eins og Ölgerðinni. Fyrrum eigendur einfaldlega kusu að nýta kaupréttinn og náðist um það samkomulag við bankann." Aðrir eigendur Ölgerðarinnar eru í viðtali við Atvinnulífið, tímarit Íslandsbanka um fjármál og efnahagshorfur sem gefið var út í gær. Þar segir Andri frá því að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið það vel að kaupin reyndust gerleg. Áætluð velta fyrirtækisins í ár er um 18 milljarðar króna. Ölgerðin fór fyrr í sumar í útboð með öll sín bankaviðskipti og flutti í kjölfarið alla fjármögnun og bankaviðskipti yfir til Íslandsbanka. Um er að ræða langtímafjármögnun upp á sex til sjö milljarða króna auk allrar bankaþjónustu. -þsj
Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira