Fjármál sveitarfélaga Halldór Halldórsson skrifar 26. september 2012 06:00 Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar