Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum 25. september 2012 09:00 Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj Fréttir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj
Fréttir Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira