Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran 31. ágúst 2012 01:00 Mohammed Morsi og Ali Akbar Velayati Forseti Egyptalands á tali við fyrrverandi utanríkisráðherra Írans á leiðtogafundinum í gær.nordicphotos/AFP „Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það," sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans. „Við ættum að veita baráttu þeirra sem krefjast frelsis og réttlætis í Sýrlandi fullan stuðning," sagði Morsi, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, og gekk þar með algerlega fram af fulltrúum Sýrlands, sem gengu út af fundinum meðan hann hélt ræðu sína. „Það sem Morsi sagði braut í bága við hefðir leiðtogafundarins og telst íhlutun í innri málefni Sýrlands," sagði Walid Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi Egyptalands kemur í heimsókn til Írans síðan byltingarsveitir múslímaklerka steyptu Íranskeisara af stóli árið 1979. Morsi, sem hefur verið forseti Egyptalands í tvo mánuði, sagði hins vegar uppreisnina í Sýrlandi af sama meiði og uppreisnir í öðrum arabaríkjum undanfarin misseri, þar á meðal í Egyptalandi þar sem forvera hans, Hosni Mubarak, var steypt af stóli í byrjun síðasta árs. Þetta stangast harkalega á við afstöðu Íransstjórnar, sem hefur stutt uppreisnarbylgjuna í mörgum arabaríkjum og jafnvel líkt henni við byltingu múslímaklerka í Íran árið 1979, en engu að síður dyggilega stutt við bakið á Bashar al Assad Sýrlandsforseta gegn uppreisnarmönnum þar í landi. Bandaríkin hafa sakað Íransstjórn um að standa fyrir þjálfun bardagasveita í Sýrlandi, sem hjálpa stjórnarher Sýrlands í baráttunni við uppreisnarmenn. Morsi hefur engu að síður lagt til að Íran ásamt Egyptalandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu taki að sér að miðla málum í Sýrlandi. „Egyptaland er til í að starfa með hverjum sem er við að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi," sagði Morsi, sem sjálfur lítur á sig sem fulltrúa uppreisnaraflanna í Egyptalandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom síðan saman í gærkvöldi til að ræða hugmyndir Tyrklands um að Sameinuðu þjóðirnar afmarkaði griðland í Sýrlandi fyrir flóttamenn, en ekki var búist við því að þær hugmyndir næðu fram að ganga vegna andstöðu Rússa og Kínverja við íhlutun í málefni Sýrlands. Öll þessi áhersla, sem beinst hefur að Sýrlandi á leiðtogafundinum í Íran, er reyndar dálítið á skjön við þær hugmyndir sem Íransstjórn gerir sér um hlutverk Samtaka hlutlausra ríkja. Íranar hafa meiri áhuga á að samtökin þróist upp í að verða öflugt mótvægi við þau miklu áhrif sem Vesturlönd hafa haft á heimsmálin. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira