Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna 30. ágúst 2012 08:00 Dýrt Félagsheimili Vítisengla að Gjáhellu hefur reynst þeim þungt í skauti. Fréttablaðið/valli Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira