Kaupfélag malar áfram gull 29. ágúst 2012 12:00 Stjórnendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri stýra Kaupfélagi Skagfirðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj
Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira