Staðreyndir um samsæri Halldór Halldórsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp" eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats" lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann! Í máli sínu ruglar ritstjórinn saman samsærinu um að losna við Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME og óbirtri ákæru á hendur honum um meint upplýsingalekabrot, ákæru sem var lekið í Fréttablaðið. Þetta eru tvö óskyld mál. Gunnar var látinn víkja úr starfi vegna ásakana um að hafa leynt upplýsingum frá því 2001 um aflandsfélög Landsbankans, þegar hann var einn af framkvæmdastjórum gamla bankans. Þá fékk hann þá ráðgjöf frá FME og raunar víðar, að honum bæri ekki að blanda upplýsingum um þessi tvö félög við annað í umbeðnu bréfi til eftirlitsins. Hvar er samsærið? spyrð þú. Svarið er einfalt: Það tókst. Það fólst í því að þjóna hagsmunum valdsmanna, nokkurra stjórnmálamanna allra flokka, embættismanna og svo náttúrlega svindlaranna í bönkunum, sem settu Ísland á hausinn. Þeir vildu fyrir alla muni losna við kraftmikinn mann hjá FME, sem laut ekki boðvaldi þeirra og neitaði margoft að ganga erinda þeirra í starfi. Hann var búinn, ásamt góðum starfsmönnum FME, ónefndum fórnarlömbum þessa gráa gamans, að ryðja yfir 80 málum til sérstaks saksóknara og annarra réttargæzluembætta þannig að mörgum guðjónum og guðjónssonum í hópi svindlara og lögmanna þeirra auk annarra ónefndra þiggjenda bóluáranna, var hætt að lítast á blikuna. Gunnar ekki vanhæfur – þrjú samdóma lögfræðiálitFljótlega eftir að Gunnar var ráðinn settust menn niður og lögðu á ráðin um samsæri gegn forstjóranum. Eftir þrotlausar tilraunir samsærismanna tókst loks að búa til brottrekstrarsök. Margir Íslendingar halda að samsæri séu óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Samsæriskenningar eru gjarnan bölvuð della, en það þýðir ekki, að samsæriskenningin um brottrekstur Gunnars Þ. Andersen sé della. Hún er augljós og liggur raunar fyrir skjalfest í skýrslum, bréfum, fréttatilkynningum, fréttum og ýmsum öðrum upplýsingum þessa ævintýralega máls, sem á sér ekki líka í íslenzkri samtímasögu, og er þá mikið sagt. Upphaf máls var, að háttsettir og valdamiklir samsærismenn fóru af stað til að losna við OF duglegan rannsakanda hjá FME: 1. Fyrst var leitað til heiðarlegs lögmanns, Andra Árnasonar, sem komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri könnun (1. skýrsla) á málinu fyrir FME, að Gunnar hefði ekki brotið lög og engin rök stæðu til að reka hann. Samsærismenn voru óánægðir og báðu Andra að fara aftur yfir málið. Niðurstaða skýrslu númer 2 var sú sama. 2. Nú leið Valdimar Leifssyni, form. stjórnar FME illa og bað hann þá um nýjan lögmann samkvæmt „áætlun" (MBL), „ferli" (RÚV) FME. Morgunblaðið spurði undrandi hvers vegna væri allt í einu beðið um nýtt lögfræðiálit á tveimur fyrirliggjandi lögfræðiálitum og hefur eftir stjórnarformanni, að „…niðurstaða Andra hafi verið mjög skýr". Gunnar væri ekki vanhæfur. En þrátt fyrir „skýra" niðurstöðu var Ástráður Haraldsson lögmaður samt fenginn til að endurtaka verkið og í þriðju skýrslu um meint vanhæfi Gunnars komst hann að sömu niðurstöðu og Andri. Gunnar hefði lagalega hreinan skjöld og væri hæfur. Stæk skítalykt samsæris – Stjórn FME tók löglausa ákvörðunNúna ættu lesendur að vera farnir að finna skítalykt af samsæri. En ef ekki, skal ég bæta um betur: 3. Daginn áður, en þriðju skýrslu (Ástráður) var skilað inn, þ. 15. feb. 2012, neyddist Valdimar stjórnarformaður til að segja: „…engin ástæða til að reka Gunnar." Næsta dag skilaði Ástráður lögfræðiáliti sínu (16. feb.). Þar leynist kafli með prívathugleiðingum lögmannsins og samkvæmt stórkostlegri „huglægri niðurstöðu" segir hann að í ljósi þess að Gunnar telji sig ekki hafa gert neitt rangt (e.o. Andri og Ástráður eru sammála Gunnari um) vakni efasemdir um „óhæði" embættisins! Auk þess nefnir Ástráður, að umræða um embættið, sem samsærismenn komu reyndar sjálfir á stað, hafi kannski áhrif á þetta „óhæði"! Þetta er nýtt innlegg og einhver ævintýralegasta vitleysa, sem ég hef séð og það í svokölluðu „lögfræðiáliti". En meginniðurstaða Ástráðs er þó þessi: „Við tökum undir þá niðurstöðu Andra Árnasonar að gögn málsins beri ekki með sér neitt sem bendi til þess, að Gunnar Þ. Andersen hafi brotið lög með aðkomu sinni að skipulagningu aflandsstarfsemi Landsbankans og stjórnarsetu í NBI Holdings Ltd. og LB Holding Ltd.…Einnig er það mat okkar að ekki séu forsendur til þess…að víkja forstjóranum frá störfum, hvorki tímabundið né varanlega." 4. Þessi þriðja samhljóða niðurstaða jafnmargra lögfræðiálita um hæfi Gunnars dugði ekki! Daginn eftir, að Ástráður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi skrifa undir álit sitt, sendir stjórn FME samt bréf til forstjórans dags. 17. feb. 2012 og segist ætla að segja honum upp vegna þess, að hann hafi „átt þátt í aðgerðum sem voru til þess fallnar að villa um fyrir stofnuninni við eftirlit hennar með málefnum bankans". Þann 1. marz 2012 var Gunnar svo rekinn vegna „villandi upplýsingagjafar" árið 2001 og einnig vegna þess, að Gunnar teldi sig ekki hafa gert neitt rangt fyrir 11 árum! Lögmennirnir töldu ástæður FME ekki gild vanhæfisrök. Þannig er niðurstaðan beinlínis óskiljanleg nema kannski vegna þess, að við vitum, að niðurstaðan átti að vera brottrekstur, hvað sem það kostaði. Þetta er samsærið, sem Fréttablaðið spyr um! Skráð 22. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp" eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats" lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann! Í máli sínu ruglar ritstjórinn saman samsærinu um að losna við Gunnar Andersen úr starfi forstjóra FME og óbirtri ákæru á hendur honum um meint upplýsingalekabrot, ákæru sem var lekið í Fréttablaðið. Þetta eru tvö óskyld mál. Gunnar var látinn víkja úr starfi vegna ásakana um að hafa leynt upplýsingum frá því 2001 um aflandsfélög Landsbankans, þegar hann var einn af framkvæmdastjórum gamla bankans. Þá fékk hann þá ráðgjöf frá FME og raunar víðar, að honum bæri ekki að blanda upplýsingum um þessi tvö félög við annað í umbeðnu bréfi til eftirlitsins. Hvar er samsærið? spyrð þú. Svarið er einfalt: Það tókst. Það fólst í því að þjóna hagsmunum valdsmanna, nokkurra stjórnmálamanna allra flokka, embættismanna og svo náttúrlega svindlaranna í bönkunum, sem settu Ísland á hausinn. Þeir vildu fyrir alla muni losna við kraftmikinn mann hjá FME, sem laut ekki boðvaldi þeirra og neitaði margoft að ganga erinda þeirra í starfi. Hann var búinn, ásamt góðum starfsmönnum FME, ónefndum fórnarlömbum þessa gráa gamans, að ryðja yfir 80 málum til sérstaks saksóknara og annarra réttargæzluembætta þannig að mörgum guðjónum og guðjónssonum í hópi svindlara og lögmanna þeirra auk annarra ónefndra þiggjenda bóluáranna, var hætt að lítast á blikuna. Gunnar ekki vanhæfur – þrjú samdóma lögfræðiálitFljótlega eftir að Gunnar var ráðinn settust menn niður og lögðu á ráðin um samsæri gegn forstjóranum. Eftir þrotlausar tilraunir samsærismanna tókst loks að búa til brottrekstrarsök. Margir Íslendingar halda að samsæri séu óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Samsæriskenningar eru gjarnan bölvuð della, en það þýðir ekki, að samsæriskenningin um brottrekstur Gunnars Þ. Andersen sé della. Hún er augljós og liggur raunar fyrir skjalfest í skýrslum, bréfum, fréttatilkynningum, fréttum og ýmsum öðrum upplýsingum þessa ævintýralega máls, sem á sér ekki líka í íslenzkri samtímasögu, og er þá mikið sagt. Upphaf máls var, að háttsettir og valdamiklir samsærismenn fóru af stað til að losna við OF duglegan rannsakanda hjá FME: 1. Fyrst var leitað til heiðarlegs lögmanns, Andra Árnasonar, sem komst að þeirri niðurstöðu í sérstakri könnun (1. skýrsla) á málinu fyrir FME, að Gunnar hefði ekki brotið lög og engin rök stæðu til að reka hann. Samsærismenn voru óánægðir og báðu Andra að fara aftur yfir málið. Niðurstaða skýrslu númer 2 var sú sama. 2. Nú leið Valdimar Leifssyni, form. stjórnar FME illa og bað hann þá um nýjan lögmann samkvæmt „áætlun" (MBL), „ferli" (RÚV) FME. Morgunblaðið spurði undrandi hvers vegna væri allt í einu beðið um nýtt lögfræðiálit á tveimur fyrirliggjandi lögfræðiálitum og hefur eftir stjórnarformanni, að „…niðurstaða Andra hafi verið mjög skýr". Gunnar væri ekki vanhæfur. En þrátt fyrir „skýra" niðurstöðu var Ástráður Haraldsson lögmaður samt fenginn til að endurtaka verkið og í þriðju skýrslu um meint vanhæfi Gunnars komst hann að sömu niðurstöðu og Andri. Gunnar hefði lagalega hreinan skjöld og væri hæfur. Stæk skítalykt samsæris – Stjórn FME tók löglausa ákvörðunNúna ættu lesendur að vera farnir að finna skítalykt af samsæri. En ef ekki, skal ég bæta um betur: 3. Daginn áður, en þriðju skýrslu (Ástráður) var skilað inn, þ. 15. feb. 2012, neyddist Valdimar stjórnarformaður til að segja: „…engin ástæða til að reka Gunnar." Næsta dag skilaði Ástráður lögfræðiáliti sínu (16. feb.). Þar leynist kafli með prívathugleiðingum lögmannsins og samkvæmt stórkostlegri „huglægri niðurstöðu" segir hann að í ljósi þess að Gunnar telji sig ekki hafa gert neitt rangt (e.o. Andri og Ástráður eru sammála Gunnari um) vakni efasemdir um „óhæði" embættisins! Auk þess nefnir Ástráður, að umræða um embættið, sem samsærismenn komu reyndar sjálfir á stað, hafi kannski áhrif á þetta „óhæði"! Þetta er nýtt innlegg og einhver ævintýralegasta vitleysa, sem ég hef séð og það í svokölluðu „lögfræðiáliti". En meginniðurstaða Ástráðs er þó þessi: „Við tökum undir þá niðurstöðu Andra Árnasonar að gögn málsins beri ekki með sér neitt sem bendi til þess, að Gunnar Þ. Andersen hafi brotið lög með aðkomu sinni að skipulagningu aflandsstarfsemi Landsbankans og stjórnarsetu í NBI Holdings Ltd. og LB Holding Ltd.…Einnig er það mat okkar að ekki séu forsendur til þess…að víkja forstjóranum frá störfum, hvorki tímabundið né varanlega." 4. Þessi þriðja samhljóða niðurstaða jafnmargra lögfræðiálita um hæfi Gunnars dugði ekki! Daginn eftir, að Ástráður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi skrifa undir álit sitt, sendir stjórn FME samt bréf til forstjórans dags. 17. feb. 2012 og segist ætla að segja honum upp vegna þess, að hann hafi „átt þátt í aðgerðum sem voru til þess fallnar að villa um fyrir stofnuninni við eftirlit hennar með málefnum bankans". Þann 1. marz 2012 var Gunnar svo rekinn vegna „villandi upplýsingagjafar" árið 2001 og einnig vegna þess, að Gunnar teldi sig ekki hafa gert neitt rangt fyrir 11 árum! Lögmennirnir töldu ástæður FME ekki gild vanhæfisrök. Þannig er niðurstaðan beinlínis óskiljanleg nema kannski vegna þess, að við vitum, að niðurstaðan átti að vera brottrekstur, hvað sem það kostaði. Þetta er samsærið, sem Fréttablaðið spyr um! Skráð 22. ágúst.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun