ESB aðild og öryggismál Einar Benediktsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð. Þessu til staðfestingar tekur Donald Rumsfeld, misvitur varnarmálaráðherra, þá ákvörðun að allt herlið þeirra í Keflavík hyrfi á brott. En mótsögnin er, að einmitt þá er fullljóst að landfræðileg staða Íslands hefur orðið nýja, varanlega lykilþýðingu vegna bráðnunar íshellunnar á norðurpólnum. Frá lokun herstöðvarinnar í Keflavík árið 2006, hafa stjórnvöld í Washington dregið að marka stefnu um að sinna norðurskautinu eða samvinnu við Íslendinga. En Kínverjar sváfu ekki á verðinum. Þegar siglingaleiðin til Evrópuhafna styttist um 5000 km, er umskipunar- eða birgðahöfn á Norðaustur-Íslandi þeim augljóst hagsmunamál svo sem teikningar fyrir þeirri framkvæmd í Finnafirði sýna. Allt er þetta nú prýðilega útlistað af Agli Þór Níelssyni, frá Heimskautastofnun Kína í Sjanghæ, sem hingað er kominn með hinum mikla ísbrjót Snjódrekanum, norðausturleiðina um norðurpólsvæðið. Stefna Bandaríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi ræður miklu um framtíð NATO og meiru að því er varnir Íslands varðar. Þau mál eru óbeinlínis á dagskrá bæði vegna mikils niðurskurðar í varnarmálaútgjöldum og breyttrar varnarstefnu þegar engin hætta er lengur á ferðinni frá Austur-Evrópu. Eftirmál verða mikil út af töpuðum stríðsrekstri í Austurlöndum fjær, hrakandi fjárhagsstöðu Bandaríkjanna og mikilli aukningu opinberra skulda. Einangrunarstefnan á sér líka gamla hefð vestra. En stefnumörkun bíður kjörs nýs forseta. Ekki verður betur séð en að athygli beggja, demókrata og repúblikana, beinist að ógn vegna útþenslu Kína, sem býr við áður óþekktan hagvöxt og framfarir. Stefna Kína er talin fela í sér hættur á aðgerðum til yfirráða í löndum Suðaustur-Asíu. Þau lönd eiga öryggis- og varnarsamstarf við Bandaríkin, sem hafa þá þegar tekið ákvörðun um að flytja verulegan hluta flotastyrks síns til þessa hluta Kyrrahafsins. Beint samhengi er milli þeirrar þróunar og öryggis Íslands. Ekki er heimurinn stærri en það. Áhrif á Íslandi vegna nálægðar við olíulindir er annað óráðið stórmál. Nærtækust er vinnsla á Drekasvæðinu sem áhugi virðist á að þjónustuð sé af kínverskri olíuhöfn í Finnafirði. Kínverjar eiga ekki erindi til samvinnu við Íslendinga á þessu sviði því þar horfum við til félagsríkja okkar í Norðurskautsráðinu, þ.e. þeirra fimm sem eiga land að pólnum, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur-Grænlands, Noregs og Rússlands og að auki Svíþjóðar og Finnlands. Þau hafa ákveðið að engin þörf sé á að semja um nýtt alþjóðaskipulag fyrir norðurskautið enda gildi þar ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Kína sem herveldis og stefnan varðandi vígbúnað er ekki viðfangsefni hér. Nægja verður að benda á, að þeir hafa undir höndum langstærsta landher heims, afar öflugan, nýtískulegan flugher, kjarnavopn með langdrægum eldflaugum og sífellt öflugri, hreyfanlegri sjóher með fyrstu flugvélamóðurskipunum. Í framtíðinni yrði eignar- eða leiguhald þessa ört vaxandi heimsveldis á norðaustur Íslandi ákjósanlegt til notkunar sem herskipalægi og ísbrjótahöfn. Kína myndi með slíkri samningsgerð, sem það hefur kynnt sem saklaust átak í ferðamálum, hafa snúið við blaðinu varðandi geostrategíska stöðu gagnvart Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstafanir sem æskilegar eru til um að efla öryggi Íslands í náinni bráð eru:aukin loftrýmisgæsla á vegum NATO. Mikill ávinningur væri að Norðurlöndin fjögur yrðu þar þátttakendur, þ.e. einnig Svíþjóð og Finnland sem enn eru ekki í NATO.að á vettvangi Norðurskautsráðsins yrði stofnað til varanlegrar, öflugrar flugbjörgunarsveitar, einnig til eftirlits gegn mengunarhættu og þar myndi þátttaka Bandaríkjanna hafa afgerandi þýðingu. Landhelgisgæslan og Landsbjörg yrðu öflugir samstarfsaðilar. Það skal fullyrt að aðild og virk þátttaka í Evrópusambandinu yrði það sem mestu máli skiptir um öryggi Íslands um alla framtíð. Aðildarviðræðurnar hafa endurspeglað hve mikla samleið Ísland á í raun nú þegar með aðildarríkjum ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Þar skiptir miklu máli aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu en 21 af 27 ríkjum ESB er einnig bandamaður á vettvangi NATO. Þótt ESB sé ekki varnarbandalag tóku Bretar og Frakkar fyrstu skrefin með St. Malo-samningnum 1998 að koma á sameiginlegri stefnu í varnarmálum. Líklegt verður að telja að Evrópulöndin í NATO verði að sinna eigin vörnum vegna minnkandi hernaðarlegrar viðveru Bandaríkjanna í álfunni. En í samstarfi Evrópulanda innan NATO ber Íslandi að vera og skilyrði þess er aðild að Evrópusambandinu. Þar með yrðum við innan landamæra Evrópu sem frekari trygging fyrir því að fá að lifa óáreittir í eigin landi. Sú stefna hvílir á vilja og samheldni Íslendinga til heillavænlegs lokaskrefs í Evrópumálum, sem einnig nær til öryggis og varna landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovétríkjanna var öll fyrri þýðing norðurskautssvæðisins og Íslands fyrir Bandaríkin afskrifuð. Þessu til staðfestingar tekur Donald Rumsfeld, misvitur varnarmálaráðherra, þá ákvörðun að allt herlið þeirra í Keflavík hyrfi á brott. En mótsögnin er, að einmitt þá er fullljóst að landfræðileg staða Íslands hefur orðið nýja, varanlega lykilþýðingu vegna bráðnunar íshellunnar á norðurpólnum. Frá lokun herstöðvarinnar í Keflavík árið 2006, hafa stjórnvöld í Washington dregið að marka stefnu um að sinna norðurskautinu eða samvinnu við Íslendinga. En Kínverjar sváfu ekki á verðinum. Þegar siglingaleiðin til Evrópuhafna styttist um 5000 km, er umskipunar- eða birgðahöfn á Norðaustur-Íslandi þeim augljóst hagsmunamál svo sem teikningar fyrir þeirri framkvæmd í Finnafirði sýna. Allt er þetta nú prýðilega útlistað af Agli Þór Níelssyni, frá Heimskautastofnun Kína í Sjanghæ, sem hingað er kominn með hinum mikla ísbrjót Snjódrekanum, norðausturleiðina um norðurpólsvæðið. Stefna Bandaríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi ræður miklu um framtíð NATO og meiru að því er varnir Íslands varðar. Þau mál eru óbeinlínis á dagskrá bæði vegna mikils niðurskurðar í varnarmálaútgjöldum og breyttrar varnarstefnu þegar engin hætta er lengur á ferðinni frá Austur-Evrópu. Eftirmál verða mikil út af töpuðum stríðsrekstri í Austurlöndum fjær, hrakandi fjárhagsstöðu Bandaríkjanna og mikilli aukningu opinberra skulda. Einangrunarstefnan á sér líka gamla hefð vestra. En stefnumörkun bíður kjörs nýs forseta. Ekki verður betur séð en að athygli beggja, demókrata og repúblikana, beinist að ógn vegna útþenslu Kína, sem býr við áður óþekktan hagvöxt og framfarir. Stefna Kína er talin fela í sér hættur á aðgerðum til yfirráða í löndum Suðaustur-Asíu. Þau lönd eiga öryggis- og varnarsamstarf við Bandaríkin, sem hafa þá þegar tekið ákvörðun um að flytja verulegan hluta flotastyrks síns til þessa hluta Kyrrahafsins. Beint samhengi er milli þeirrar þróunar og öryggis Íslands. Ekki er heimurinn stærri en það. Áhrif á Íslandi vegna nálægðar við olíulindir er annað óráðið stórmál. Nærtækust er vinnsla á Drekasvæðinu sem áhugi virðist á að þjónustuð sé af kínverskri olíuhöfn í Finnafirði. Kínverjar eiga ekki erindi til samvinnu við Íslendinga á þessu sviði því þar horfum við til félagsríkja okkar í Norðurskautsráðinu, þ.e. þeirra fimm sem eiga land að pólnum, Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur-Grænlands, Noregs og Rússlands og að auki Svíþjóðar og Finnlands. Þau hafa ákveðið að engin þörf sé á að semja um nýtt alþjóðaskipulag fyrir norðurskautið enda gildi þar ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Staða Kína sem herveldis og stefnan varðandi vígbúnað er ekki viðfangsefni hér. Nægja verður að benda á, að þeir hafa undir höndum langstærsta landher heims, afar öflugan, nýtískulegan flugher, kjarnavopn með langdrægum eldflaugum og sífellt öflugri, hreyfanlegri sjóher með fyrstu flugvélamóðurskipunum. Í framtíðinni yrði eignar- eða leiguhald þessa ört vaxandi heimsveldis á norðaustur Íslandi ákjósanlegt til notkunar sem herskipalægi og ísbrjótahöfn. Kína myndi með slíkri samningsgerð, sem það hefur kynnt sem saklaust átak í ferðamálum, hafa snúið við blaðinu varðandi geostrategíska stöðu gagnvart Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstafanir sem æskilegar eru til um að efla öryggi Íslands í náinni bráð eru:aukin loftrýmisgæsla á vegum NATO. Mikill ávinningur væri að Norðurlöndin fjögur yrðu þar þátttakendur, þ.e. einnig Svíþjóð og Finnland sem enn eru ekki í NATO.að á vettvangi Norðurskautsráðsins yrði stofnað til varanlegrar, öflugrar flugbjörgunarsveitar, einnig til eftirlits gegn mengunarhættu og þar myndi þátttaka Bandaríkjanna hafa afgerandi þýðingu. Landhelgisgæslan og Landsbjörg yrðu öflugir samstarfsaðilar. Það skal fullyrt að aðild og virk þátttaka í Evrópusambandinu yrði það sem mestu máli skiptir um öryggi Íslands um alla framtíð. Aðildarviðræðurnar hafa endurspeglað hve mikla samleið Ísland á í raun nú þegar með aðildarríkjum ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. Þar skiptir miklu máli aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu en 21 af 27 ríkjum ESB er einnig bandamaður á vettvangi NATO. Þótt ESB sé ekki varnarbandalag tóku Bretar og Frakkar fyrstu skrefin með St. Malo-samningnum 1998 að koma á sameiginlegri stefnu í varnarmálum. Líklegt verður að telja að Evrópulöndin í NATO verði að sinna eigin vörnum vegna minnkandi hernaðarlegrar viðveru Bandaríkjanna í álfunni. En í samstarfi Evrópulanda innan NATO ber Íslandi að vera og skilyrði þess er aðild að Evrópusambandinu. Þar með yrðum við innan landamæra Evrópu sem frekari trygging fyrir því að fá að lifa óáreittir í eigin landi. Sú stefna hvílir á vilja og samheldni Íslendinga til heillavænlegs lokaskrefs í Evrópumálum, sem einnig nær til öryggis og varna landsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun