Utanríkisstefna Norðurþings Einar Benediktsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýjunga í stjórn landsins á síðustu tímum, mætti spyrja hvort svo sé komið að utanríkismál færist á sveitarstjórnarstigið? Vilja Þingeyingar taka að sér að móta nýja stefnu um tengsl lands og þjóðar gagnvart Kína? Framundan er vonandi nýting jarðhita fyrir stóriðju hjá Húsavík. Það er gott og blessað enda til hagsbóta fyrir Norðurþing og landsmenn alla. Hins vegar er með öllu fráleitt, að látið sé undan ágangi Kínverja um að stofna til stórfelldra umsvifa á Grímstöðum á Fjöllum í þeirra eigin eða leigðu landrými, með flugvélakost, eigin flugvöll og fleiru. Þó kastar fyrst alveg tólfunum þegar talsmaður Huangs Nubo upplýsir að horft sé til stórfelldrar uppbyggingar við Finnafjörð. Þar eigi að vera stórskipahöfn með rými fyrir olíuflutningaskip og olíuborpalla með stóru svæði fyrir olíuhreinsunarstöð. Umfram annað þarf þó væntanlega að tryggja umskipunarhöfn Kínverja nyrst á Austfjörðum vegna mikilla siglinga kaupskipaflota þeirra. Það er jafnvel enn fráleitara enda yrði mörkuð stefna á víðfemt yfirráðasvæði Kínverja á Íslandi. Þar með yrðu heimsveldisumsvif þeirra færð til Íslands um óráðna framtíð. Það var erfið barátta að tryggja þjóðaröryggi Íslands með hervörnum. Þetta er nefnt þegar því var tekið sem gleðitíðindum af talsmönnum Huangs útsendara Kína, annars helsta herveldis heims, að Kínverjar fái til umráða 300 fkm lands á Grímsstöðum nánast um aldur og ævi til að ryðja sér til rúms á Norðurskautinu. Kínverjar eru þegar eigendur hluta stóriðjunnar hér á landi og ætla sér meira sem tekið verður til athugunar. Nú berast þær fregnir að allar viðskiptaáætlanir Huangs séu lítt marktækar. Annars fara að kvikna vonir um að hann sé sjálfur búinn að fá nóg af þessu mislukkaða Íslandsævintýri þegar hann í háskólaræðu í Shanghai lýsir yfir að „Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir. Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði.“ Fréttablaðið hefur bent á bókina Kínverjinn eftir Henning Mankell sem athyglisverða lesningu og skal tekið undir það. Gæti útgefandinn ekki sent slatta af bókinni til Húsavíkur?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun