Skarð í múrinn 13. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun