Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun