Jakob Jóhann keppir á Ólympíuleikum í fjórða sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Jakob Jóhann Sveinsson keppti á sínum fyrstu leikum í Sydney árið 2000. Mynd/Anton Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu. Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu.
Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira