Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun