Það er ekki hægt að sökkva dýpra Hildur Dís Jónsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun