Ekki forsetakosningar? Stefanía G. Kristínsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun