Ekki forsetakosningar? Stefanía G. Kristínsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun