Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun