„Leikur á borði“ 22. júní 2012 16:00 Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun