Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn Þorvaldur Jóhannsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun