Satt og ósatt um þingrof Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun