Fantasíur Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun