Fordómar hvers? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum.
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun