Ekki þannig forseta Haukur Sigurðsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum. Mesta nýjungin í viðtalinu er að frumvarp um fiskveiðistjórnun sé vel fallið til að leggja í dóm þjóðarinnar. Áður hefur hann lýst því yfir að hann tjái sig ekki um hvaða mál eigi erindi þangað fyrr en þau séu orðin að lögum. En nú er kosningaskjálftinn búinn að taka völdin og frumvörpin búin að taka hlutverk laga og forsetinn þá á leið til að hrifsa stjórnartaumana í sínar hendur. Hann vill ná þessu máli úr höndum ríkisstjórnarinnar. Fá mál munu verr til þess fallin að leggja í dóm þjóðarinnar. Til þess er málið alltof víðfeðmt og margþætt. Það yrði að hluta það niður í marga hluta til atkvæðagreiðslu og svörin yrðu í óreiðu, einn vill þetta en er andvígur öðru, og erfitt að meta hvort viðkomandi er hlynntur eða andvígur málinu í heild. Hugsanlegt væri að greiða atkvæði um veiðigjaldið. Hvað þýðir það ef forseti seilist til frumvarpa með þessum hætti sem gefið hefur verið í skyn? Taki forseti sér heimild til slíks hlýtur hann um leið að ómerkja hina frægu 26. gr. stjórnarskrár sem heimilar honum að beita synjunarvaldi gegn lögum. Hvar er hann þá staddur? Hin óljósu ákvæði um embættið færa forseta rými til athafna og þá velur hann það sem honum hentar hverju sinni. En taki hann sér vald sem ekki er gert ráð fyrir í stjórnskipun er ábyrgð hans þung og framganga verður að vera í samræmi við þessa ábyrgð. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að setja eigi embættinu siðareglur og forsætisráðherra hefur ítrekað það við hann. Að vísu er undarlegt ef hann á að setja embættinu slíkar reglur, en hann verður að vera því og þeim samþykkur. Þessu harðneitar forseti. Hvers vegna? Þær myndu takmarka það vald- og verksvið sem hann vill hafa. Hann myndi treglega geta unnið gegn ríkisstjórn með þeim hætti sem hann hefur gert, varla að hann gæti haft sína einkastefnu í utanríkismálum. Hann vill siðareglur sem honum henta hverju sinni og þá best að þær séu aðeins í huga hans sjálfs. Og nú er ekki lengur látið í veðri vaka að forseti ætli aðeins að vera tvö næstu ár í embætti eins og fram kom þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Síðar þennan sama sprengjudag sagði hann við blaðamann að hann hefði aldrei sagt þetta. Það hentar ekki lengur og finnst nú líklega mörgum að forsetinn eigi að vera maður til að standa við orð sín. Hvernig getur þetta, sem nú hefur verið sagt, verið fólki til íhugunar við val á forseta í kosningum þann 30. júní? Fólk ætti ekki að velja sér forseta sem er tilbúinn að vinna gegn stjórnvöldum hverju sinni í hvaða máli sem er. Ekki velja sér forseta sem hafnar öllum siðareglum um embættið nema þeim sem honum dettur í hug. Ekki kjósa sér forseta sem hliðrar til sannleikanum eftir hentugleikum hverju sinni. Ganga fram hjá frambjóðanda sem stendur ekki við orð sín. Fólk á að velja sér heiðarlegan mann í þetta embætti.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun