Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2012 06:00 íslenska sundsveitin Frá vinstri eru Eygló Ósk, Hrafnhildur, Sarah Blake og Eva. Mynd/Sundsamband Íslands Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum. Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Í gærkvöldi rann út frestur til að ná lágmarkinu og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FINA, Alþjóðasundsambandsins, var Ísland með sextánda besta tímann í heiminum en það eru einmitt sextán bestu sveitirnar sem komast inn á leikana. Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum og yrði því blað brotið í íslenskri íþróttasögu ef FINA staðfestir í dag að tími sveitarinnar dugi til að komast inn á leikana. Sundsveit Ægis hafði bætt Íslandsmetið í greininni á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum en landssveitin gerði sér lítið fyrir og bætti metið um tæpar tólf sekúndur. Sveitina skipuðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eva Hannesdóttir. Eygló og Sarah höfðu þegar tryggt sig inn á leikana í sínum einstaklingsgreinum en Hrafnhildur og Eva myndu því bætast í Ólympíuhópinn. Íslenska sundfólkið hefur þó enn frest til að ná Ólympíulágmörkum í sínum greinum en alls munu sjö sundmenn gera lokaatlögu til þess á Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakklandi og Spáni nú í upphafi júnímánaðar. Keppt verður í Barcelona um helgina og svo Frakklandi í næstu viku. Þau sem eru næst því að ná lágmörkum eru Hrafnhildur í 200 m bringusundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og Jakob Jóhann Sveinsson í 100 og 200 m bringusundi. Þá munu Anton Sveinn McKee, Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason einnig keppa á Mare Nostrum og freista þess að ná sínum lágmörkum. Eygló Ósk keppir einnig á mótunum en þarf ekki að hafa áhyggjur af lágmörkunum.
Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira