Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi 27. apríl 2012 00:30 Sakfelldur í Haag Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá réttarhöldunum.nordicphotos/AFP Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira