Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi 27. apríl 2012 00:30 Sakfelldur í Haag Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá réttarhöldunum.nordicphotos/AFP Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldómari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpaverkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, limlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá uppreisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvarandi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraftmikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dregið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa," segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar." „Ég er feginn því að sannleikurinn sé kominn í ljós," segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líberíu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnarsveitir hans frömdu í borgarastyrjöldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir Síerra Leóne var stofnaður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira