Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf 26. apríl 2012 06:00 Útrunnið Alterra, sem áður hét Magma, var með sérleyfi á því að kaupa skuldabréfið. Það rann út í febrúar og var ekki endurnýjað. Ross Beaty er stjórnarformaður Alterra og Ásgeir Margeirsson er einn aðstoðarforstjóra félagsins.fréttablaðið/gva Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira