Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar 10. apríl 2012 03:00 Rannsóknir á ískjörnum, setlögum og öðrum gögnum um veðurfar og andrúmsloft fyrir þúsundum ára þykja gefa gleggri mynd en fyrri rannsóknir af endalokum síðustu ísaldar.nordicphotos/AFP Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira