Auðlindir og almannahagur Ögmundur Jónasson skrifar 5. apríl 2012 06:00 Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur.Blendnar viðtökur Annars vegar hefur hugmyndinni verið mjög vel tekið á þeirri forsendu að siðferðilega sé hún rétt og hafi auk þess ótvírætt forvarnargildi, komi í veg fyrir alvarleg lögbrot sem skaði samfélagið. Hins vegar hefur hugmyndin verið gagnrýnd harkalega af talsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja og aðilum sem telja að verið sé að refsa á röngum forsendum. Þannig hefur Björn Valur Gíslason alþingismaður bent á að í því frumvarpi, sem fram er komið um fiskveiðistjórnun, séu ákvæði þess efnis að útgerðir geti misst veiðileyfi brjóti þau gegn fiskveiðistjórnunarlögunum. Þetta segir hann á vefsíðunni Smugunni og bætir við að „langsótt" sé „að svipta aðila veiðileyfum vegna brota á öðrum lögum en þeim sem varða stjórn fiskveiða eins og talað hefur verið um. Það væri líkt því að svipta atvinnubílstjóra ökuleyfi vegna brota á lögum um gjaldeyrismál eða bakara leyfum sínum vegna brota á umferðarlögum."Afraksturinn fari til samfélagsins Þetta eru vissulega rök sem ber að íhuga. En að sama skapi vil ég biðja Björn Val Gíslason og aðra að íhuga mín rök sem byggjast á þeirri sýn að aðgangur að nýtingu auðlinda snúist um annað og meira en það eitt hvernig með auðlindina er farið í þröngum atvinnuskilningi heldur hvernig á er haldið fyrir samfélagið sem á allt sitt undir. Sá sem fær gjaldeyrisskapandi auðlind til ráðstöfunar er jafnframt ábyrgur fyrir því að skila afrakstrinum til samfélagsins samkvæmt þeim reglum sem samfélagið setur. Þar koma skattalög og gjaldeyrislög óvéfengjanlega til sögunnar.Hin þjóðhagslega tenging Þegar sjávarauðlindin og hvernig um hana hefur verið haldið er sett í þjóðhagslegt samhengi á undanförnum tveimur áratugum er að ýmsu að hyggja. Búferlaflutningar koma þar við sögu, jafnvel gengi einstakra landshluta sem háðir voru því hvernig kvótinn fluttist til í landinu, stundum samkvæmt þröngum geðþóttaákvörðunum kvótahafa en ekki því sem best hefði gagnast viðkomandi samfélögum. Þá má leiða sterk rök að því að upphaf góðærisfársins sem leiddi til hrunsins hafi verið innleiðing á núverandi kvótakerfi í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, þegar sumir kvótahafanna tóku ómældar upphæðir út úr sjávarútveginum til að braska með um víðan völl. Fróðlegt væri að fá vandaða kortlagningu á þessum þætti af hálfu hagfræðinga og sagnfræðinga. Það bíður eflaust síns tíma en margoft hefur komið fram að um himinháar upphæðir var að ræða. Að sjálfsögðu kom margt annað til sögunnar í kjölfarið sem skýrir efnahagsbálið en í kvótanum og möguleika á að framselja hann var ákveðin kveikja.Kýrskýr mynd En aftur að samtímanum og viðfangsefni þessara skrifa. Á að svipta fyrirtæki veiðileyfi sem brýtur, ekki aðeins gegn fiskveiðilögum, heldur einnig þau sem brjóta gegn skatta- og gjaldeyrislögum? Svar mitt er játandi, með þeim sjálfsagða fyrirvara að um sé að ræða ásetningsbrot. Byggi ég afstöðu mína á því sem áður er vikið að og varðar þjóðarhagsmuni þegar auðlindirnar eru annars vegar. Í þrengingum okkar ætti málið að fá á sig óvenju skýra mynd. Nú um stundir erum við sem samfélag að borga tugi milljarða til að halda úti gjaldeyrisforða – sem vissulega má deila um hve hár eigi að vera. En hár er hann og kostnaður mikill fyrir þjóðarbúið. Ríður því á sem aldrei fyrr að allur ávinningur þjóðarinnar af gjaldeyrisskapandi útflutningi, og þá ekki síst úr sjávarútveginum, skili sér í sameiginlegar hirslur okkar. Skatta- og gjaldeyrissvindl kemur í veg fyrir þetta enda ásetningur þeirra sem svindla að hagnast sjálfir á kostnað þjóðarbúsins. Heiðarleiki í þessum efnum er því óaðskiljanlegur hluti af þeim leyfum sem þjóðin fær einstaklingum og fyrirtækjum í hendur til að nýta auðlindir sínar.Árétting á að kvóti er ekki eign Ef fyrirtæki verða uppvís að því að hlunnfara samfélag sitt þá hlýtur samfélagið að finna heiðarlegri aðila til að fara með fjöregg sín! Í mínum huga er þetta augljóst. En hvers vegna þessi hörðu viðbrögð? Heiðarlegur útgerðarmaður til margra ára sagði við mig að ástæðan væri sú að allir þeir sem gerðust sekir um skattamisferli og brot á gjaldeyrislögum, hækkuðu fisk í hafi til að hlunnfara sjómenn og samfélag eða færu á annan hátt fram hjá lögum gerðu sér grein fyrir þeirri ógn sem að þeim stafaði af öllum hugmyndum sem byggðust á þeirri staðreynd að kvóti er ekki eign; að hægt er að svipta menn honum gangi þeir á rétt hins eiginlega eiganda, íslensku þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur.Blendnar viðtökur Annars vegar hefur hugmyndinni verið mjög vel tekið á þeirri forsendu að siðferðilega sé hún rétt og hafi auk þess ótvírætt forvarnargildi, komi í veg fyrir alvarleg lögbrot sem skaði samfélagið. Hins vegar hefur hugmyndin verið gagnrýnd harkalega af talsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja og aðilum sem telja að verið sé að refsa á röngum forsendum. Þannig hefur Björn Valur Gíslason alþingismaður bent á að í því frumvarpi, sem fram er komið um fiskveiðistjórnun, séu ákvæði þess efnis að útgerðir geti misst veiðileyfi brjóti þau gegn fiskveiðistjórnunarlögunum. Þetta segir hann á vefsíðunni Smugunni og bætir við að „langsótt" sé „að svipta aðila veiðileyfum vegna brota á öðrum lögum en þeim sem varða stjórn fiskveiða eins og talað hefur verið um. Það væri líkt því að svipta atvinnubílstjóra ökuleyfi vegna brota á lögum um gjaldeyrismál eða bakara leyfum sínum vegna brota á umferðarlögum."Afraksturinn fari til samfélagsins Þetta eru vissulega rök sem ber að íhuga. En að sama skapi vil ég biðja Björn Val Gíslason og aðra að íhuga mín rök sem byggjast á þeirri sýn að aðgangur að nýtingu auðlinda snúist um annað og meira en það eitt hvernig með auðlindina er farið í þröngum atvinnuskilningi heldur hvernig á er haldið fyrir samfélagið sem á allt sitt undir. Sá sem fær gjaldeyrisskapandi auðlind til ráðstöfunar er jafnframt ábyrgur fyrir því að skila afrakstrinum til samfélagsins samkvæmt þeim reglum sem samfélagið setur. Þar koma skattalög og gjaldeyrislög óvéfengjanlega til sögunnar.Hin þjóðhagslega tenging Þegar sjávarauðlindin og hvernig um hana hefur verið haldið er sett í þjóðhagslegt samhengi á undanförnum tveimur áratugum er að ýmsu að hyggja. Búferlaflutningar koma þar við sögu, jafnvel gengi einstakra landshluta sem háðir voru því hvernig kvótinn fluttist til í landinu, stundum samkvæmt þröngum geðþóttaákvörðunum kvótahafa en ekki því sem best hefði gagnast viðkomandi samfélögum. Þá má leiða sterk rök að því að upphaf góðærisfársins sem leiddi til hrunsins hafi verið innleiðing á núverandi kvótakerfi í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, þegar sumir kvótahafanna tóku ómældar upphæðir út úr sjávarútveginum til að braska með um víðan völl. Fróðlegt væri að fá vandaða kortlagningu á þessum þætti af hálfu hagfræðinga og sagnfræðinga. Það bíður eflaust síns tíma en margoft hefur komið fram að um himinháar upphæðir var að ræða. Að sjálfsögðu kom margt annað til sögunnar í kjölfarið sem skýrir efnahagsbálið en í kvótanum og möguleika á að framselja hann var ákveðin kveikja.Kýrskýr mynd En aftur að samtímanum og viðfangsefni þessara skrifa. Á að svipta fyrirtæki veiðileyfi sem brýtur, ekki aðeins gegn fiskveiðilögum, heldur einnig þau sem brjóta gegn skatta- og gjaldeyrislögum? Svar mitt er játandi, með þeim sjálfsagða fyrirvara að um sé að ræða ásetningsbrot. Byggi ég afstöðu mína á því sem áður er vikið að og varðar þjóðarhagsmuni þegar auðlindirnar eru annars vegar. Í þrengingum okkar ætti málið að fá á sig óvenju skýra mynd. Nú um stundir erum við sem samfélag að borga tugi milljarða til að halda úti gjaldeyrisforða – sem vissulega má deila um hve hár eigi að vera. En hár er hann og kostnaður mikill fyrir þjóðarbúið. Ríður því á sem aldrei fyrr að allur ávinningur þjóðarinnar af gjaldeyrisskapandi útflutningi, og þá ekki síst úr sjávarútveginum, skili sér í sameiginlegar hirslur okkar. Skatta- og gjaldeyrissvindl kemur í veg fyrir þetta enda ásetningur þeirra sem svindla að hagnast sjálfir á kostnað þjóðarbúsins. Heiðarleiki í þessum efnum er því óaðskiljanlegur hluti af þeim leyfum sem þjóðin fær einstaklingum og fyrirtækjum í hendur til að nýta auðlindir sínar.Árétting á að kvóti er ekki eign Ef fyrirtæki verða uppvís að því að hlunnfara samfélag sitt þá hlýtur samfélagið að finna heiðarlegri aðila til að fara með fjöregg sín! Í mínum huga er þetta augljóst. En hvers vegna þessi hörðu viðbrögð? Heiðarlegur útgerðarmaður til margra ára sagði við mig að ástæðan væri sú að allir þeir sem gerðust sekir um skattamisferli og brot á gjaldeyrislögum, hækkuðu fisk í hafi til að hlunnfara sjómenn og samfélag eða færu á annan hátt fram hjá lögum gerðu sér grein fyrir þeirri ógn sem að þeim stafaði af öllum hugmyndum sem byggðust á þeirri staðreynd að kvóti er ekki eign; að hægt er að svipta menn honum gangi þeir á rétt hins eiginlega eiganda, íslensku þjóðarinnar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun