Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið 24. mars 2012 06:00 Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun