Mamma ég er ólétt! 24. mars 2012 06:00 Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr fóstureyðingum í hópi 15-19 ára stúlkna hérlendis á undanförnum árum þarf að hafa í huga að ennþá fer stór hópur þessa aldurshóps í fóstureyðingu árlega. Samkvæmt tölum landlæknis hefur að meðaltali um 191 stúlka á ári undir 19 ára aldri farið í fóstureyðingu hér á landi undanfarin 10 ár, þ.e.a.s. að á hverju einasta ári hafa að meðaltali um 350 ungar stúlkur undir 19 ára aldri þurft að taka þessa þungu ákvörðun að annað hvort láta eyða fóstri eða fæða barn með því hugarangri sem slíkri ákvörðun fylgir. Áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga unglingsstúlknaMeð nýju frumvarpi velferðarráðherra er verið að bregðast við tilmælum frá Sameinuðu þjóðunum, nánar tiltekið barnaréttarnefnd þeirrar stofnunar. Þar hafa menn haft áhyggjur af fjölda þungana og fóstureyðinga ungra stúlkna hér á landi. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að mögulegar ástæður fyrir þessum háu tölum séu einmitt lélegt aðgengi að getnaðarvörnum á Íslandi. Einnig hefur skortur á þekkingu um kynheilbrigði hjá ungu fólki verið nefndur sem möguleg ástæða sem og skortur á ráðgjafaþjónustu. Þegar kannaður hefur verið hugur ungs fólks kemur fram að það vill geta leitað á sérhæfða móttöku fyrir ungt fólk, móttöku sem einblínir á fræðslu og ráðgjöf, m.a. um getnaðarvarnir. Langflestir sem skrifa um þessi mál, bæði erlendis og hérlendis, eru sammála um að gott aðgengi að getnaðarvörnum sé eitt af því sem skiptir höfuðmáli í að fækka unglingsþungunum. Bágborin þjónusta við unglingaÍ dag bjóða aðeins tvær heilsugæslur á Íslandi upp á unglingamóttökur, á Selfossi og á Akureyri. Markmið þeirra er meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum ungra stúlkna með fræðslu og gera aðgengi að getnaðarvörnum greiðara. Mikilvægt er að líta til þeirra landa sem standa hvað best að þessum málaflokki, þar er aðgengi að getnaðarvörnum gott og mikil áhersla lögð á kynfræðslu. Í stað þess að fækka unglingamóttökum, eins og gert hefur verið, þarf að efla þær og eins að efla kynheilbrigðisþjónustu við unglinga í heild sinni. Kynheilbrigðisþjónustan þarf að miða við þarfir þessa aldurshóps. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með unglingum. Því er brýn nauðsyn að bæta þjónustu við þennan hóp og eðlilegt væri að sem flestar heilsugæslustöðvar á landinu byðu upp á unglingamóttöku. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru faghópar sem hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði kynheilbrigðisþjónustu. Ábyrgð þeirra er að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Eflum kynheilbrigðisþjónustu við unglinga okkar. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun