Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam skrifar 22. mars 2012 06:00 Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun