Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2012 06:45 Þóra var mögnuð á milli stanganna og hélt sínu liði inni í leiknum allt þar til undir lokin.fréttablaðið/stefán Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira