Dagur hinna slæmu "túrverkja“ Silja Ástþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun