Hvað tefur, Ögmundur? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun