Stefnir í tugmilljarðatap Seðlabanka vegna FIH 11. febrúar 2012 09:00 Seljendalánið er vistað inni í Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélagi Seðlabankans. Már Guðmundsson er stjórnarformaður ESÍ. Fréttablaðið/Anton Brink FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira