Að fermast upp á Faðirvorið Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun