Erum við verri en annað fólk? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun