Að treysta neytendum 26. janúar 2012 06:00 Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar. Á umliðnum árum hefur neyslumynstur okkar Íslendinga breyst verulega. Frá því að bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum var afnumið með aðild Íslands að GATT-samningnum árið 1995 hefur neysla á búvörum aukist mikið. Við borðum nú til að mynda fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins og hefur neysla á osti á þessum sama tíma tvöfaldast. Hins vegar miðast innflutningskvóti enn við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Breytingar á tollum vegna landbúnaðarvara eru háðar hinu pólitíska mati ráðherra hverju sinni. Þeir ráðherrar landbúnaðarmála sem vilja frekari höft og tollvernd geta því auðveldlega breytt reglum í þessa veru eftir eigin geðþótta, eins og nýleg dæmi sanna og eru breytingar sjaldan í þágu neytenda. Lítt hefur verið tekið á vöruþróun eða tækninýjungum síðustu ára eða einfaldlega horft á það hvað neytandinn vill hverju sinni. Á það bæði við um landbúnaðarvörur sem aðra vöruflokka. Ógegnsæi tolla og vörugjaldaTollar og vörugjöld eru eitt skýrasta dæmið um ógegnsæi skattkerfisins en vörugjöldin endurspegla vel hversu óréttlát og lítt skiljanleg slík skattlagning getur verið. Og frumskógurinn er skrautlegur. Alþekkt eru dæmin um álagningu vörugjalda á brauðristar en þær eru enn skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður 7,5% tollur og 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 25,5% virðisaukaskattur. Annað dæmi eru byggingarplötur úr gifsi sem aðallega eru notaðar sem milliveggjaplötur og njóta vaxandi vinsælda sem slíkar enda eru þær þægilegri í meðförum en spónaplötur. Gifs er einnig minni eldsmatur en viðarplötur. Gifsvörur bera hins vegar 15% vörugjald en almennt ber efni til byggingariðnaðar ekki vörugjald, þ.m.t. spónaplötur og krossviður. Á sá sem byggir raunverulegt val um byggingarefni? Svo er ekki ef hann þarf að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdirnar. Neytendavænt kerfi?Kerfi vörugjalda mismunar vörutegundum og hefur áhrif á val neytenda. Í sumum tilfellum eru vörugjaldsskyldar vörur ekki fluttar til landsins og í staðinn er flutt inn vara sem neytendamarkaðnum kann að hugnast síður. Markaðnum er því stýrt inn á brautir sem hann hefði ellegar ekki farið án opinberrar íhlutunar. Kerfið stjórnar óháð vilja neytandans. Annar angi af þessum vörugjalda- og tollafrumskógi er mikill útflutningur á verslun. Með þessu tolla- og skattarugli erum við að fæla íslenska neytendur frá íslenskri verslun sem einnig þýðir fækkun starfa á Íslandi. Styrkjum viðskiptafrelsiðEin meginstoð utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að frjálsræði í viðskiptum og treysta öfluga alþjóðasamvinnu. Fengin reynsla sýnir glöggt að Íslendingum farnast best þegar landið er opið fyrir verslun og viðskiptum við umheiminn. Öflug utanríkisverslun er forsenda hagsældar á Íslandi og því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis. Hluti af því að treysta betur þessa þætti er að taka íslenska tollalöggjöf til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að afnema viðskiptahindranir og treysta stöðu neytenda. Við það á enginn að vera hræddur. Nú ber svo við að í stól fjármálaráðherra er sestur þingmaður Samfylkingarinnar en sá flokkur hefur a.m.k. á tyllidögum rætt um aukið frjálsræði í þessum efnum. Fyrir þinginu liggur tillaga frá mér og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að taka beri tolla- og vörugjaldamálin til gagngerrar endurskoðunar. Málið er á forræði fjármálaráðherra. Formaður Vg og forveri Oddnýjar Harðardóttur í embætti var ekki líklegur til að berjast fyrir breytingum til hagsbóta fyrir neytendur á þessu sviði. Hugsanlegt er nú að breyting kunni að verða á; að nýr fjármálaráðherra sjái loks mikilvægi þess að endurskoða tollalöggjöf Íslendinga með það fyrir augum að efla viðskiptafrelsi og styrkja stöðu neytenda. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar. Á umliðnum árum hefur neyslumynstur okkar Íslendinga breyst verulega. Frá því að bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum var afnumið með aðild Íslands að GATT-samningnum árið 1995 hefur neysla á búvörum aukist mikið. Við borðum nú til að mynda fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins og hefur neysla á osti á þessum sama tíma tvöfaldast. Hins vegar miðast innflutningskvóti enn við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Breytingar á tollum vegna landbúnaðarvara eru háðar hinu pólitíska mati ráðherra hverju sinni. Þeir ráðherrar landbúnaðarmála sem vilja frekari höft og tollvernd geta því auðveldlega breytt reglum í þessa veru eftir eigin geðþótta, eins og nýleg dæmi sanna og eru breytingar sjaldan í þágu neytenda. Lítt hefur verið tekið á vöruþróun eða tækninýjungum síðustu ára eða einfaldlega horft á það hvað neytandinn vill hverju sinni. Á það bæði við um landbúnaðarvörur sem aðra vöruflokka. Ógegnsæi tolla og vörugjaldaTollar og vörugjöld eru eitt skýrasta dæmið um ógegnsæi skattkerfisins en vörugjöldin endurspegla vel hversu óréttlát og lítt skiljanleg slík skattlagning getur verið. Og frumskógurinn er skrautlegur. Alþekkt eru dæmin um álagningu vörugjalda á brauðristar en þær eru enn skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður 7,5% tollur og 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 25,5% virðisaukaskattur. Annað dæmi eru byggingarplötur úr gifsi sem aðallega eru notaðar sem milliveggjaplötur og njóta vaxandi vinsælda sem slíkar enda eru þær þægilegri í meðförum en spónaplötur. Gifs er einnig minni eldsmatur en viðarplötur. Gifsvörur bera hins vegar 15% vörugjald en almennt ber efni til byggingariðnaðar ekki vörugjald, þ.m.t. spónaplötur og krossviður. Á sá sem byggir raunverulegt val um byggingarefni? Svo er ekki ef hann þarf að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdirnar. Neytendavænt kerfi?Kerfi vörugjalda mismunar vörutegundum og hefur áhrif á val neytenda. Í sumum tilfellum eru vörugjaldsskyldar vörur ekki fluttar til landsins og í staðinn er flutt inn vara sem neytendamarkaðnum kann að hugnast síður. Markaðnum er því stýrt inn á brautir sem hann hefði ellegar ekki farið án opinberrar íhlutunar. Kerfið stjórnar óháð vilja neytandans. Annar angi af þessum vörugjalda- og tollafrumskógi er mikill útflutningur á verslun. Með þessu tolla- og skattarugli erum við að fæla íslenska neytendur frá íslenskri verslun sem einnig þýðir fækkun starfa á Íslandi. Styrkjum viðskiptafrelsiðEin meginstoð utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að frjálsræði í viðskiptum og treysta öfluga alþjóðasamvinnu. Fengin reynsla sýnir glöggt að Íslendingum farnast best þegar landið er opið fyrir verslun og viðskiptum við umheiminn. Öflug utanríkisverslun er forsenda hagsældar á Íslandi og því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis. Hluti af því að treysta betur þessa þætti er að taka íslenska tollalöggjöf til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að afnema viðskiptahindranir og treysta stöðu neytenda. Við það á enginn að vera hræddur. Nú ber svo við að í stól fjármálaráðherra er sestur þingmaður Samfylkingarinnar en sá flokkur hefur a.m.k. á tyllidögum rætt um aukið frjálsræði í þessum efnum. Fyrir þinginu liggur tillaga frá mér og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að taka beri tolla- og vörugjaldamálin til gagngerrar endurskoðunar. Málið er á forræði fjármálaráðherra. Formaður Vg og forveri Oddnýjar Harðardóttur í embætti var ekki líklegur til að berjast fyrir breytingum til hagsbóta fyrir neytendur á þessu sviði. Hugsanlegt er nú að breyting kunni að verða á; að nýr fjármálaráðherra sjái loks mikilvægi þess að endurskoða tollalöggjöf Íslendinga með það fyrir augum að efla viðskiptafrelsi og styrkja stöðu neytenda. Ekki veitir af.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun