Að treysta neytendum 26. janúar 2012 06:00 Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar. Á umliðnum árum hefur neyslumynstur okkar Íslendinga breyst verulega. Frá því að bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum var afnumið með aðild Íslands að GATT-samningnum árið 1995 hefur neysla á búvörum aukist mikið. Við borðum nú til að mynda fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins og hefur neysla á osti á þessum sama tíma tvöfaldast. Hins vegar miðast innflutningskvóti enn við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Breytingar á tollum vegna landbúnaðarvara eru háðar hinu pólitíska mati ráðherra hverju sinni. Þeir ráðherrar landbúnaðarmála sem vilja frekari höft og tollvernd geta því auðveldlega breytt reglum í þessa veru eftir eigin geðþótta, eins og nýleg dæmi sanna og eru breytingar sjaldan í þágu neytenda. Lítt hefur verið tekið á vöruþróun eða tækninýjungum síðustu ára eða einfaldlega horft á það hvað neytandinn vill hverju sinni. Á það bæði við um landbúnaðarvörur sem aðra vöruflokka. Ógegnsæi tolla og vörugjaldaTollar og vörugjöld eru eitt skýrasta dæmið um ógegnsæi skattkerfisins en vörugjöldin endurspegla vel hversu óréttlát og lítt skiljanleg slík skattlagning getur verið. Og frumskógurinn er skrautlegur. Alþekkt eru dæmin um álagningu vörugjalda á brauðristar en þær eru enn skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður 7,5% tollur og 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 25,5% virðisaukaskattur. Annað dæmi eru byggingarplötur úr gifsi sem aðallega eru notaðar sem milliveggjaplötur og njóta vaxandi vinsælda sem slíkar enda eru þær þægilegri í meðförum en spónaplötur. Gifs er einnig minni eldsmatur en viðarplötur. Gifsvörur bera hins vegar 15% vörugjald en almennt ber efni til byggingariðnaðar ekki vörugjald, þ.m.t. spónaplötur og krossviður. Á sá sem byggir raunverulegt val um byggingarefni? Svo er ekki ef hann þarf að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdirnar. Neytendavænt kerfi?Kerfi vörugjalda mismunar vörutegundum og hefur áhrif á val neytenda. Í sumum tilfellum eru vörugjaldsskyldar vörur ekki fluttar til landsins og í staðinn er flutt inn vara sem neytendamarkaðnum kann að hugnast síður. Markaðnum er því stýrt inn á brautir sem hann hefði ellegar ekki farið án opinberrar íhlutunar. Kerfið stjórnar óháð vilja neytandans. Annar angi af þessum vörugjalda- og tollafrumskógi er mikill útflutningur á verslun. Með þessu tolla- og skattarugli erum við að fæla íslenska neytendur frá íslenskri verslun sem einnig þýðir fækkun starfa á Íslandi. Styrkjum viðskiptafrelsiðEin meginstoð utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að frjálsræði í viðskiptum og treysta öfluga alþjóðasamvinnu. Fengin reynsla sýnir glöggt að Íslendingum farnast best þegar landið er opið fyrir verslun og viðskiptum við umheiminn. Öflug utanríkisverslun er forsenda hagsældar á Íslandi og því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis. Hluti af því að treysta betur þessa þætti er að taka íslenska tollalöggjöf til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að afnema viðskiptahindranir og treysta stöðu neytenda. Við það á enginn að vera hræddur. Nú ber svo við að í stól fjármálaráðherra er sestur þingmaður Samfylkingarinnar en sá flokkur hefur a.m.k. á tyllidögum rætt um aukið frjálsræði í þessum efnum. Fyrir þinginu liggur tillaga frá mér og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að taka beri tolla- og vörugjaldamálin til gagngerrar endurskoðunar. Málið er á forræði fjármálaráðherra. Formaður Vg og forveri Oddnýjar Harðardóttur í embætti var ekki líklegur til að berjast fyrir breytingum til hagsbóta fyrir neytendur á þessu sviði. Hugsanlegt er nú að breyting kunni að verða á; að nýr fjármálaráðherra sjái loks mikilvægi þess að endurskoða tollalöggjöf Íslendinga með það fyrir augum að efla viðskiptafrelsi og styrkja stöðu neytenda. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar. Á umliðnum árum hefur neyslumynstur okkar Íslendinga breyst verulega. Frá því að bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum var afnumið með aðild Íslands að GATT-samningnum árið 1995 hefur neysla á búvörum aukist mikið. Við borðum nú til að mynda fjórfalt meira af alifugla- og svínakjöti en í lok níunda áratugarins og hefur neysla á osti á þessum sama tíma tvöfaldast. Hins vegar miðast innflutningskvóti enn við neysluna eins og hún var á árunum 1986-1988. Breytingar á tollum vegna landbúnaðarvara eru háðar hinu pólitíska mati ráðherra hverju sinni. Þeir ráðherrar landbúnaðarmála sem vilja frekari höft og tollvernd geta því auðveldlega breytt reglum í þessa veru eftir eigin geðþótta, eins og nýleg dæmi sanna og eru breytingar sjaldan í þágu neytenda. Lítt hefur verið tekið á vöruþróun eða tækninýjungum síðustu ára eða einfaldlega horft á það hvað neytandinn vill hverju sinni. Á það bæði við um landbúnaðarvörur sem aðra vöruflokka. Ógegnsæi tolla og vörugjaldaTollar og vörugjöld eru eitt skýrasta dæmið um ógegnsæi skattkerfisins en vörugjöldin endurspegla vel hversu óréttlát og lítt skiljanleg slík skattlagning getur verið. Og frumskógurinn er skrautlegur. Alþekkt eru dæmin um álagningu vörugjalda á brauðristar en þær eru enn skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður 7,5% tollur og 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 25,5% virðisaukaskattur. Annað dæmi eru byggingarplötur úr gifsi sem aðallega eru notaðar sem milliveggjaplötur og njóta vaxandi vinsælda sem slíkar enda eru þær þægilegri í meðförum en spónaplötur. Gifs er einnig minni eldsmatur en viðarplötur. Gifsvörur bera hins vegar 15% vörugjald en almennt ber efni til byggingariðnaðar ekki vörugjald, þ.m.t. spónaplötur og krossviður. Á sá sem byggir raunverulegt val um byggingarefni? Svo er ekki ef hann þarf að leita hagkvæmustu leiða við framkvæmdirnar. Neytendavænt kerfi?Kerfi vörugjalda mismunar vörutegundum og hefur áhrif á val neytenda. Í sumum tilfellum eru vörugjaldsskyldar vörur ekki fluttar til landsins og í staðinn er flutt inn vara sem neytendamarkaðnum kann að hugnast síður. Markaðnum er því stýrt inn á brautir sem hann hefði ellegar ekki farið án opinberrar íhlutunar. Kerfið stjórnar óháð vilja neytandans. Annar angi af þessum vörugjalda- og tollafrumskógi er mikill útflutningur á verslun. Með þessu tolla- og skattarugli erum við að fæla íslenska neytendur frá íslenskri verslun sem einnig þýðir fækkun starfa á Íslandi. Styrkjum viðskiptafrelsiðEin meginstoð utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að frjálsræði í viðskiptum og treysta öfluga alþjóðasamvinnu. Fengin reynsla sýnir glöggt að Íslendingum farnast best þegar landið er opið fyrir verslun og viðskiptum við umheiminn. Öflug utanríkisverslun er forsenda hagsældar á Íslandi og því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis. Hluti af því að treysta betur þessa þætti er að taka íslenska tollalöggjöf til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að afnema viðskiptahindranir og treysta stöðu neytenda. Við það á enginn að vera hræddur. Nú ber svo við að í stól fjármálaráðherra er sestur þingmaður Samfylkingarinnar en sá flokkur hefur a.m.k. á tyllidögum rætt um aukið frjálsræði í þessum efnum. Fyrir þinginu liggur tillaga frá mér og fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að taka beri tolla- og vörugjaldamálin til gagngerrar endurskoðunar. Málið er á forræði fjármálaráðherra. Formaður Vg og forveri Oddnýjar Harðardóttur í embætti var ekki líklegur til að berjast fyrir breytingum til hagsbóta fyrir neytendur á þessu sviði. Hugsanlegt er nú að breyting kunni að verða á; að nýr fjármálaráðherra sjái loks mikilvægi þess að endurskoða tollalöggjöf Íslendinga með það fyrir augum að efla viðskiptafrelsi og styrkja stöðu neytenda. Ekki veitir af.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun