Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 13. janúar 2012 16:15 Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Tengdar fréttir Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birt er á Vísi þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum. Ekki veit ég hvort það er algengt að seðlabankastjórar stefni þeim Seðlabanka sem þeir starfa fyrir og haldi vinnunni samt sem áður en þar sem Már var ráðinn fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og fleiri Samfylkingarmanna þá eru litlar líkur á að félagar hans láti hann víkja. Margir muna eftir vandræðaganginum við ráðningu Más Guðmundssonar í Seðlabankann því Jóhanna Sigurðardóttir hafði lofað honum háum launum en lagði svo til að enginn mætti hafa hærri laun en hún sjálf og þá varð Már reiður. Réð sig samt og fer nú í mál. Eru Samfylkingarmenn tilbúnir til að rifja þetta upp? Nei, spuninn er settur af stað og reynt að telja almenningi trú um að Alþingi sé um að kenna. Forseti ASÍ leggur þessum málflutningi lið og nú kýs hann að fara með rangt mál. Gylfi segir í viðtali við Vísi: „Ég held að þetta mál sé nú bara frá upphafi hið mesta vandræðamál hvernig var staðið að þessu af hálfu Alþingis og stjórnsýslunnar og það skuli síðan enda með því að seðlabankastjóri fari í mál við Seðlabankann sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á ímynd og trúverðugleika þessarrar stofnunar." Það er rangt hjá forseta ASÍ að Alþingi hafi eitthvað komið að ráðningu seðlabankastjóra, hvað þá lofað honum hærri launum en hann síðan fékk. Forseti ASÍ veit að það var forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem lofaði seðlabankastjóra hærri launum og fékk síðan samþykkt að enginn mætti hafa hærri laun en hún. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp tölvupóstssamskipti Más og Jóhönnu frá 21. júní 2009 (sjá. pressan.is og mbl.is) en þar segir Már: „Opinber kjör fela auðvitað í sér mjög mikla tekjulækkun frá því sem ég bý við í núverandi starfi. Mér er einnig ljóst að til viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunartekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda í skattamálum og því um líku. Ég er hins vegar tilbúinn til að sætta mig við það." Spunameistarar Samfylkingarinnar eru duglegir við að breyta sögunni og nú er reynt að koma klúðrinu við ráðningu samfylkingarmannsins í stól seðlabankastjóra yfir á Alþingi. Það er ekkert nýtt að Alþingi sé látið taka skellinn fyrir vandræðaganginn í ríkisstjórninni en ég vona að almenningur láti ekki glepjast af þessum spuna því eins og svo oft áður er keisarinn án klæða.
Gylfi segir launamálin klúður frá upphafi Forseti ASÍ segir ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að launum seðlabankastjóra og annarra háttsettra embættismanna vera klúður frá upphafi. Hann segir lögsókn seðlabankastjóra gagnvart seðlabankanum hafa mjög slæm áhrif á trúverðugleika bankans. 12. janúar 2012 12:06
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun