Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum 28. desember 2012 11:17 Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Tók fjórhjól ófrjálsri hendi Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. Í skemmu þar hjá var fjórhjól sem Matthías Máni tók. Á fjórhjólinu hélt hann upp Skeiðaveg inn Skálholtsveg yfir á Biskupstungnabraut hana til norðurs að Torfastöðum. Þar ók hann inn á Reykjaveg og hélt að Laugarvatni. Matthías Máni sneri þar við og ók til baka að Geysi, áfram að Einholtsvegi, sem er mitt á milli Geysis og Gullfoss. Þann veg ók hann um Brúarhlöð og áfram í átt að Flúðum. Skammt ofan við bæinn Skipholt kláraðist bensínið af fjórhjólinu. Hann hélt áfram fótgangandi inn á Hrunaveg inn í Reykjadal og braust inn í sumarbústað sem hann dvaldi í næstu þrjá sólarhringa. Eftir dvöl í bústaðnum hélt Matthías Máni fótgangandi niður með Hruna og eftir þjóðveginum að Þjórsárdalsvegi. Eftir þeim vegi gekk hann að sumarbústað í landi Stóra Hofs sem hann braust inn í og hélt til í næstu þrjá sólarhringa. Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi verið í þeim bústað sem Matthías fann meðal annars riffilinn sem hann tók með sér að Ásólfsstöðum. Hugðist veiða sér til matar Ástæða þess að hann tók riffilinn var sú að hann hugðist veiða sér til matar ef á þyrfti að halda. Matthías hafði ráðgert að ganga upp fyrir Búrfellsvirkjun og fara þar yfir Þjórsá yfir í Rangárþing. Matthías Máni átti kost á að fylgjast með fréttum í bústöðunum sem hann dvaldi í. Lögregla hafði hvatt hann til að gefa sig fram svo ættingar hans gætu haldið gleðileg jól. Þessi ástæða og hin að Matthías Máni var ókunnugur í Rangárþingi varð til þess að hann ákvað að gefa sig fram á Ásólfsstöðum. Matthías Máni lét mjög lítið fyrir sér fara á flóttanum og mun ekki hafa talað við nokkurn mann í heila viku. Hann byrgði fyrir alla glugga í þeim bústöðum sem hann dvaldi í. Lögregla hefur sannreynt að frásögn Matthíasar Mána er rétt og málið upplýst. Samvinna við leit Eins og fram hefur komið lagði lögreglan mestan þunga í leit á svæðum í uppsveitum Árnessýslu svo sem á og við Laugarvatn, Flúðir og víðar þar í grennd. Vissulega var öllum möguleikum haldið opnum í samræmi við upplýsingar sem bárust frá almenningi. Það gefur að skilja að leit af þessu tagi byggist á samstarfi og samvinnu lögreglu, fangelsismálayfirvalda, Landhelgisgæslu, björgunarsveita og borgaranna.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira