Efnahagsleg "rússíbanareið“ 17. desember 2012 08:00 Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira