Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars Magnús Halldórsson skrifar 6. desember 2012 16:45 Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira